30.09.2007 21:33

Ferð til Kenya

 

Við eru á förum til Nakuru Kenya, Undirritaður og Sölvi Hilmarsson. Ég ætla að kenna þar á biblíuskóla í fimm daga um trúboð og leiðtoga. Skólinn er á vegum Victory kirkjunnar í Tulsa Oklahoma. Einnig ætlum við Sölvi að eyða 3 dögum hjá Leif og Susanne Madsen sem reka New Life barnahjálp í Afríku. Kirkjan okkar hefur styrkt þetta starf og við ætlum einnig að standa að heimsókn þeirra hjóna í janúar n.k.

Við erum mjög þakklátir þeim sem vilja biðja fyrir okkur daglega meðan við erum að heiman.

Flettingar í dag: 83
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 4216
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 1397674
Samtals gestir: 192447
Tölur uppfærðar: 23.9.2019 06:38:47