Færslur: 2012 Júlí

13.07.2012 20:51

Trúboðsferð til Akureyrar og Siglufjarðar

Við lögðum upp frá Hvítasunnukirkjunni í Keflavík um 25 manns föstudaginn 6 júlí, og var ferðinni heitið til Akureyrar. Við fengum þennan fína bíl frá "Allra handa" og enn betri bílstjóra sem vinnur á Lindinni og tilheyrir reyndar kirkjunni okkar líka, Stefán Guðjónsson.
Ferðin gekk vel og á Akureyri tók Snorri á móti okkur með Pitsum. Eftir smá hvíld fór hópurinn niður í miðbæ þar sem við settum upp borð og gáfum fólki kakó og kaffi um leið og við ræddum við fólk.  Kl. 23.00 höfðum við síðan samkomu í Hvítasunnukirkjunni, og var góð mæting.
Daginn eftir var farið til Siglufjarðar,og nú bættust nokkrir Akureyringar í hópinn, þar sem við höfðum útisamkomu í blíðskaparveðri. Fjöldi fólks var á torginu bæði heimamenn og ferðamenn. Við sungum og gáfum vitnisburði og síðan endaði Snorri Óskarsson með frábærri prédikun um "Réttlætis klæði"
Komum til Keflavíkur seint á laugardagskvöld. Frábær ferð.

  • 1
Flettingar í dag: 103
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 293
Gestir í gær: 47
Samtals flettingar: 1415607
Samtals gestir: 193758
Tölur uppfærðar: 20.10.2019 03:38:32